Nýjar vörur frá Babadoh
Babadoh er hugmynd tveggja bræðra og ástríðufullra pizzuáhugamanna frá Norður Írlandi. Þeir urðu helteknir af því að búa til hið fullkomna pizzadeig og í þeirri vegferð lentu þeir ítrekað í því vandamáli að deigkúlurnar þeirra festust saman eftir hefun en þess vegna ákváðu þeir að búa til sína eigin lausn sem eru þessi frábæru Babadoh deighefunar ílát.
Pizzapakkar
Við kynnum til leiks pizzapakka í þremur stærðum. Þetta er frábær gjöf eða eign fyrir pizzagerðar meistrann.
Vinsælir vöruflokkar
Vönduð viðarbretti frá gæðamerkinu Boska

Við erum lítið fjölskyldufyrirtæki. Við rekum nokkrar netverslanir en ævintýrið okkar byrjaði þegar við opnuðum EasyCheese.is í lok árs 2022 og síðan Binkat.is í kjölfarið þar sem við vildum bjóða upp á meira vöruúrval af gæða búsáhöldum á Íslandi. Við vonum að þér líki vörurnar og ef þú ert með einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband :)
Kveðja,
Katrín, Brynjar & Áróra
Algengar spurningar
Eruð þið eingöngu með vörur í vefverslun?
Já eins og stendur þá erum við eingöngu vefverslun. Við höfum við valin tækifæri opnað verslun tímabundið t.d. í kringum jólin. Við tilkynnum það ávallt með fyrirvara á miðlum okkar og á póstlistanum. Hvetjum þig því til að skrá þig á póstlistann okkar.
Hversu lengi er sending að berast?
1-3 dagar. Sendingartími getur lengst yfir álagstíma. Vörur í forpöntun geta tekið 2-3 vikur að berast
Seljið þið til fyrirtækja?
Svo sannarlega. Það má gjarnan senda fyrirspurn á bincat@bincat.is
Ertu með aðrar spurningar?
Endilega hafðu samband við okkur í gegnum bincat@bincat.is. Við reynum að svara öllum fyrirspurnum sem berast fyrir kl 16, samdægurs