


Babadoh viðarbretti - 2 tegundir í boði - FORSALA
FORSALA - Vara væntanleg eftir 6 vikur (skrifað 19.08.25)
Hvert Babadoh viðarbretti er úr vönduðum sjálfbærum, FSC-vottuðum við – því frábær pizza byrjar á frábærum verkfærum.
Veldu þinn stíl:
-
Ljós og ferskur bambus
-
Djúpur og dökkur valhnotuviður
Af hverju þú munt elska það:
-
Vandlega sagað, mótað og slípað til að skapa slétt hagnýtt bretti
-
Búið er að bera olíu á viðinn sem dregur fram viðaræðarnar og gefur léttann glans.
-
Hannað til að passa fullkomlega sem lok á Babadoh Deigbakkann
-
Hentar einnig sem framreiðslubretti, skurðarbretti eða sem þín eigin pizzugerðarstöð – fyrir deig, álegg og allt þar á milli
Valhnotu- eða bambusbretti, smíðuð úr vel völdum gegnheilum við. Allur valhnotu- og bambusviður er FSC-vottaður og kemur úr sjálfbærum skógum.
Hvert bretti er einstakt – með sinn eigin sjarma og smávægilegum óreglum í viðnum. Viðarmynstur og litbrigði eru mismunandi milli bretta og gera hvert þeirra einstakt á sinn hátt.
Brettið er meðhöndlað með matvælahæfri steinefnaolíu til að vernda viðinn og draga fram náttúrulega fegurð hans.
Stærð:
Breidd: 40 cm
Dýpt: 30 cm
Hæð: 2 cm
Þyngd: 1,6 kg
Fullkomið til að framreiða 12” pizzu.
